Eignarnám Hitlers-húss staðfest

Húsið þar sem Hitler fæddist.
Húsið þar sem Hitler fæddist. AFP

Hæstiréttur Austurríkis hefur úrskurðað að eignarnám yfir æsku­heim­ili Ad­olf Hitlers skuli standa. Austurríska þingið ákvað í desember að taka húsið eignanámi en eigandinn áfrýjaði þeirri ákvörðun til Hæstaréttar.

Ekki er ljóst hvað verður gert við eignina en ráðamenn hafa rætt um að rífa hana. Húsið er í bænum Braunau am Inn við Salzburger Vorsta­dt-götu.

Ákvörðun þingsins var tekin eftir magra ára lagadeilu við Gerlinde Pommer, eiganda hússins, vegna framtíðar þess. Hann hefur leigt aust­ur­ríska rík­inu húsið frá ár­inu 1972 en hefur neitað að selja það en híbýlið er í niðurníðslu. 

Ríkisstjórn Austurríkis sagði að þetta væri nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir að byggingin yrði gerð að helgidóm fyrir nýnasista. Lögfræðingur Pommers sakaði stjórnina um harðar aðgerðir gegn skjólstæðingi sínum og áfrýjaði málinu en þeirri áfrýjun hefur nú verið hafnað.

„Líklegt er að húsið gæti orðið helgistaður fyrir nýnasista. Þess vegna var nauðsynlegt að koma í veg fyrir að eitthvað glæpsamlegt gæti átt sér stað þarna,“ sagði meðal annars í dómsyfirlýsingu.

Dómarar bentu á að eigandi hússins myndi fá skaðabætur fyrir eignina. 

Þrátt fyr­ir að Hitler hafi aðeins búið í hús­inu fyrstu vik­ur ævi sinn­ar hef­ur það verið þyrn­ir í aug­um aust­ur­rískra stjórn­valda í ára­tugi.

Á hverju ári, á fæðing­ar­degi Hitlers, eru hald­in mót­mæli  gegn fas­isma fyr­ir utan húsið, sem hef­ur staðið autt frá ár­inu 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert