Margir slasaðir eftir fjöldaátök í Frakklandi

Lögreglan náði tökum á ástandinu með táragasi.
Lögreglan náði tökum á ástandinu með táragasi. AFP

Óeirðalögregla þurfti að brjóta upp stórfelld átök í borginni Calais í Frakklandi í dag þar sem um hundrað flóttamenn frá Afríku tókust á. Samskonar átök áttu sér stað í borginni nóttina áður.

Átökin í dag voru á milli fólks frá Erítreu og Eþíópíu en á föstudagskvöldið hafði ofbeldi milli hópanna brotist út þegar góðgerðasamtök voru að deila út matargjöfum. Lögreglan handtók 10 manns en 16 slösuðust. 

Hafnarborgin Calais hefur í fjölda ára verið vinsæll komustaður fyrir flóttafólk sem vonast til þess að halda áfram yfir Ermasundið til Bretlands. Á síðasta ári lokaði lögreglan flóttamannabúðum í borginni sem varð til þess að þúsundir flóttamanna voru fluttir í aðrar búðir víðs vegar um landið. Talið er að um 400 til 600 flóttamenn séu enn á borgarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert