Átján látnir eftir hamfarir í Japan

Staðfest er að átján séu látnir eftir mikil regn og flóð í suðurhluta Japans. Enn er leitað að fólki sem gæti hafa komist lífs af eftir náttúruhamfarirnar sem skolað hafa meðal annars í burtu vegum, íbúðarhúsum og skólum.

Þúsundir manna hafa þurft að leita skjóls í stórum almenningsbyggingum á eyjunni Kyushu, þeirri syðstu af fjórum megineyjum Japans.

Ekki hefur tekist að komast til að minnsta kosti 500 manns sem einangraðir eru eftir að brýr og vegir fóru í sundur, samkvæmt umfjöllun ríkissjónvarpsins NHK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert