Handtekinn vegna sýruárásar

Resham Khan segir líf sitt hafa umturnast eftir árásina.
Resham Khan segir líf sitt hafa umturnast eftir árásina.

Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um sýruárás á 21 árs gamla konu og 37 ára gamlan frænda hennar í austurhluta London 21. júní síðastliðinn.

Maðurinn heitir John Tomlin og er 24 ára gamall, en hann gaf sig fram við lögreglu í gær eftir að hafa verið leitað síðustu vikur að því er fram kemur í frétt Independent.

John Tomlin hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.
John Tomlin hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

Resham Khan var að fagna 21 árs afmælinu sínu umrætt kvöld. Hún sat inni í bíl með frænda sínum Jameel Muhktar þegar Tomlin kastaði sýru inn um glugga á bílnum. Bæði hlutu þau alvarleg brunasár í andliti og líkama.

Khan hafði starfað sem fyrirsæta en segir líf sitt hafa umturnast eftir árásina. „Ég er niðurbrotin. Ég velti því fyrir mér hvort líf mitt verði nokkurn tímann eins og það var,“ sagði hún.

Mukhtar kom fram í tilfinningaþrungnu viðtali við Channel 4 eftir …
Mukhtar kom fram í tilfinningaþrungnu viðtali við Channel 4 eftir árásina.

Þá kom Mukhtar fram í tilfinningaþrungnu viðtali við Channel 4 eftir árásina. Sagðist hann vera í tilfinningalegri rúst og í stöðugum sársauka. „Það er eins og einhver sé að strauja mig allan sólarhringinn,“ sagði hann og grét. 

Khan hefur sagt frá atvikunum og eftirmálum þeirra á Twitter, en þar er hún mjög virk og skrifar frá spítalanum. Færslur hennar hafa vakið mikla athygli en þar fjallar hún um atvikið á opinskáan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert