Eigandi snekkjunnar sekur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Eigandi snekkjunnar Cheeki Rafiki, sem sökk árið í maí 2014 og fjórir menn létu lífið, hefur verið fundinn sekur um að tryggja ekki að öryggi snekkjunnar væri nægjanlegt. Snekkjan fannst á hvolfi um eitt þúsund sjó­míl­ur aust­ur af Cape Cod í Massachusetts-ríki í Banda­ríkj­un­um í tíu dögum eftir að hennar var saknað. BBC greinir frá. 

Allir fjórir mennirnir sem voru um borð voru reyndir siglingamenn. Lík mannanna hafa aldrei fundist. Þeir voru á aldrinum 22 - 56 ára. 

Frétt mbl.is: Snekkj­an fannst á hvolfi og mann­laus

Bæði Douglas Innes, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins Stormforce Coaching og fyrirtækið sjálft voru fundin sek fyrir þessar sakir. Dómur var kveðinn upp í Winchester. 

Dómstóllinn komst hins vegar ekki að niðurstöðu um ákæru um manndráp sem einnig fór fyrir rétt. Sú ákæra verður tekin upp aftur.  

Í dómnum kom jafnframt fram að skipverjar hefðu haft samband við Innes og greint honum frá því að þeir hefðu lent í vandræðum út á sjó áður en hún missti samband. Innes lét strandgæsluna ekki vita strax að þeir væru í vandræðum en sjálfur var hann á bar þetta kvöld þegar hann fékk umrætt símtal.  

Snekkj­an var á leið til Bret­lands frá Kar­ab­íska-haf­inu þegar leki kom að henni 16. maí síðastliðinn. Þá var hún stödd um 600 sjó­míl­ur aust­ur af Cape Cod. Hún missti fjar­skipta­sam­band dag­inn eft­ir.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...