Hækka sígarettukaupaaldur í 21 ár

Repúblikaninn Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey.
Repúblikaninn Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. AFP

New Jersey verður þriðja ríki Bandaríkjanna til að hækka aldurstakmörk tóbaksreykinga upp í 21 ár eftir að Chris Christie ríkisstjóri undirritaði frumvarp þess efnis í dag. Áður voru aldursmörkin 19 ár. CNN greinir frá.

„Við erum að gefa ungu fólki lengri tíma til að þroskast og skilja betur hætturnar sem fylgja reykingum, og að það sé betra að byrja aldrei,“ sagði Christie í yfirlýsingu. „Móðir mín lést af völdum reykinga, og enginn ætti að láta lífið vegna ávanabindandi vímuefna.“

Þá sagði Christie jafnframt að draga muni úr heilsufarslegum vandamálum tengdum reykingum sem muni losa um spennu í heilbrigðiskerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert