Kæla sig í vatnaveröld í Norður-Kóreu

Fréttir sem berast frá Norður-Kóreu eru flestar á einn veg: Þar ríkir einræðisherra sem tekur upp á furðulegustu hlutum á meðan þjóðir engist um í fáttækt. Þannig er ástandinu vissulega rétt lýst en þó er hluti almennings sem getur leyft sér að skemmta sér.

Í höfuðborginni Pyongyang nýtur fólk þess til dæmis að kæla sig á sumarhitanum í vatnsrennibrautargarði sem opnaður var árið 2013. Sá heitir Munsu og þar er að finna sundlaugar bæði inni og úti og fjölda rennibrauta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert