Friðargæsluliðar létust í þyrluslysi

Tveir friðargæsluliðar létu lífið við störf í Malí þegar þyrla …
Tveir friðargæsluliðar létu lífið við störf í Malí þegar þyrla hrapaði vegna tæknilegrar bilunar. AFP

Tveir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna létust þegar þyrla hrapaði í Malí í dag. Friðargæsluliðarnir voru að vakta átök í norðurhluta landsins þegar slysið átti sér stað.

Talið er að þyrlan hafi hrapað vegna tæknilegrar bilunar. Samkvæmt heimildarmanni AFP bendir ekkert til þess að þyrlan hafi verið skotin niður.

Verkefnið sem þeir látnu störfuðu að er talið eitt það hættulegasta á vegum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið ber heitið MINUSMA og miðar að því að koma á stöðugleika í Malí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert