Engar girðingar á Musterishæðinni

Girðingar hafa verið fjarlægðar af Musterishæðinni.
Girðingar hafa verið fjarlægðar af Musterishæðinni. AFP

Allar girðingar og grindverk sem heftu aðgang fólks að Muster­is­hæðinni í Jerúsalem hafa verið fjarlægð. Fyrr í vikunni var málmleitarhlið á svæðinu fjarlægt. Svæðið er meðal helstu deilu­mála Ísra­els­manna og Palestínu­manna. BBC greinir frá. 

Ísraelsmenn segjast ætla að minnka öryggisgæsluna á svæðinu næstu sex mánuði.

Ísra­elsk yf­ir­völd létu koma upp málm­leit­ar­hliðum við svæðið eftir að tveir ísra­elsk­ir lög­reglu­menn lét­ust þar í árás 14. júlí síðastliðinn. Palestínu­menn litu á aðgerðina sem enn eitt dæmið um vald­beit­ingu Ísra­els­manna. Daglega hafa verið mótmæli á svæðinu upp frá því. 

Málmleitarhliðið var sett upp til að koma í veg fyrir vopnaburð inn á svæðið, að sögn ísraelskra yfirvalda.  

Sameinuðu þjóðirnar hafa þrýst á yfirvöld í Ísrael um að stuðla að friði milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eftir vaxandi átök milli hópanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert