Uppstokkun í sænsku ríkisstjórninni

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Uppstokkun verður í sænsku ríkisstjórninni og munu nýir ráðherrar taka sæti í stað annarra sem víkja eða skipta um hlutverk. Þetta tilkynnti Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, á blaðamannafundi sem ríkisstjórn hans boðaði til nú í morgun. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu í sænska ríkisútvarpinu SVT.

Uppstokkunin kemur í kjölfar þess að stjórn­ar­and­stað­an lagði í gær fram van­traust­stil­lögu gegn þrem­ur ráð­herr­um stjórn­ar­inn­ar vegna upp­lýs­ingaleka.

Á fundinum kvaðst Löfven hafa velt fyrir sér ýmsum möguleikum en hann leitist við að fara þá leið sem best sé fyrir Svíþjóð, nú séu ólgutímar í alþjóðasamfélaginu og nefndi hann í því samhengi alþjóðaöryggismál og Brexit. Kvaðst hann ekki vilja stefna Svíþjóð í stjórnarkreppu.

Þeir ráðherrar sem stjórn­ar­and­staðan lýsti yfir van­trausti á voru þau Peter Hultqvist varn­ar­mála­ráð­herra, And­ers Ygemann inn­an­rík­is­ráð­herra og Anna Johans­son, ráðherra inn­við­a.

Thomas Eneroth mun taka við embætti innviðaráðherra og Morgan Johansson verður innanríkis- og dómsmálaráðherra í stað Ygemans. Þá verður Heléne Fritzon ráðherra innflytjendamála og Annika Strandhäll tekur við sem félagsmálaráðherra. 

Hultqvist verður áfram varnarmálaráðherra og sjálfur mun Löfven halda embætti forsætisráðherra. Þá vill Löfven sjá Anders Ygeman sem framkvæmdastjóra þingsins en hann tekur þannig við af Thomasi Eneroth sem tekur við sem ráðherra innviða.

Vantrauststillagan var lögð fram eftir að í ljós kom að Sam­göngu­stofa Sví­þjóð­ar, sem heyr­ir und­ir inn­við­a­ráðu­neyt­ið, hafði lekið per­sónu­upp­lýs­ing­um og hern­að­ar­leynd­ar­mál­um til er­lendra verk­taka. 

Það eru þó við­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar við lek­anum, frek­ar en lek­inn sjálf­ur, sem vakið hafa gagn­rýn­ina, en fjölda ráð­herra var kunn­ugt um hann án þess að að­haf­ast neitt. 

Í gær funduðu ráðherr­ar í stjórn­ar­ráðinu fyr­ir lukt­um dyr­um. Löf­ven hefur verið sagður eiga fáa kosti í stöð­unni, annaðhvort yrði hann að boða til nýrra kosn­inga eða þá að víkja ráð­herr­um sín­um úr emb­ætt­i. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...