Aðalverjandi Bills Cosby hættur

Brian McMonagle ásamt Bill Cosby og öðrum verjanda hans, Angelu …
Brian McMonagle ásamt Bill Cosby og öðrum verjanda hans, Angelu Agrusa. AFP

Mikilsmetinn lögfræðingur frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum sem var aðalverjandi  Bill Cosby í réttarhöldum þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot er hættur störfum hjá grínistanum.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að ný réttarhöld yfir Cosby skuli hefjast 6. nóvember.

Fyrri réttarhöldin voru ómerkt eftir að kviðdómendur gátu ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.

Lögfræðingurinn Brian McMonagle þótti standa sig vel sem verjandi Cosby en leit stendur núna yfir að eftirmanni hans.

Engin ástæða hefur verið gefin fyrir brotthvarfi McMonagle.

Annar verjandi Cosby, Angela Agrusa, mun halda áfram að starfa fyrir hann. 

Bill Cosby.
Bill Cosby. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert