Fílar og tígrisdýr drepa einn á dag

Hér sést hvar fíll ræðst á mann.
Hér sést hvar fíll ræðst á mann. AFP

Fílar og tígrisdýr í útrýmingarhættu eru talin drepa að minnsta kosti eina manneskju á dag í Indlandi vegna vaxandi ágangs mannfólksins á búsvæði þeirra, samkvæmt nýjum tölum sem yfirvöld þar í landi hafa gefið út. Mannfólkið drepur hins vegar líka fjölda þessara dýra, aðallega til að hagnast á líkamspörtum þeirra, eins og tanna og felds. The Telegraph greinir frá.

Samkvæmt tölunum drápu dýrin 1.144 manns í árásum frá því í apríl 2014 þangað til í maí á þessu ári. Fílarnir eru taldir bera ábyrgð á 1.052 dauðsföllum en tígrisdýrin 92. Á sama tíma voru 345 tígrisdýr á drepin og 84 fílar, aðallega af veiðiþjófum.

Mikið skóglendi hefur horfið á Indlandi síðustu áratugi vegna fólksfjölgunar og þéttbýlisþróunar, en það hefur þvingað dýrin af sínum hefðbundnu búsvæðum inn í byggð.

Siddhanta Das, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, fullyrðir að ágangi mannfólksins sé um að kenna, en verið er að undirbúa herferð til að vekja athygli á vandamálinu og vonandi draga úr fjölda dauðsfalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...