Fílar og tígrisdýr drepa einn á dag

Hér sést hvar fíll ræðst á mann.
Hér sést hvar fíll ræðst á mann. AFP

Fílar og tígrisdýr í útrýmingarhættu eru talin drepa að minnsta kosti eina manneskju á dag í Indlandi vegna vaxandi ágangs mannfólksins á búsvæði þeirra, samkvæmt nýjum tölum sem yfirvöld þar í landi hafa gefið út. Mannfólkið drepur hins vegar líka fjölda þessara dýra, aðallega til að hagnast á líkamspörtum þeirra, eins og tanna og felds. The Telegraph greinir frá.

Samkvæmt tölunum drápu dýrin 1.144 manns í árásum frá því í apríl 2014 þangað til í maí á þessu ári. Fílarnir eru taldir bera ábyrgð á 1.052 dauðsföllum en tígrisdýrin 92. Á sama tíma voru 345 tígrisdýr á drepin og 84 fílar, aðallega af veiðiþjófum.

Mikið skóglendi hefur horfið á Indlandi síðustu áratugi vegna fólksfjölgunar og þéttbýlisþróunar, en það hefur þvingað dýrin af sínum hefðbundnu búsvæðum inn í byggð.

Siddhanta Das, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, fullyrðir að ágangi mannfólksins sé um að kenna, en verið er að undirbúa herferð til að vekja athygli á vandamálinu og vonandi draga úr fjölda dauðsfalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
TIL SÖLU sumardekk
4 stk. BF Goodridge sumardekk 215/65 R 16 nánast óslitin, verð 40.000 uppl. Sí...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...