Krefjast rannsóknar á andláti

Fangabúðirnar á Manus eyju á Papúa Nýju-Gíneu.
Fangabúðirnar á Manus eyju á Papúa Nýju-Gíneu. AFP

MannréttindasamtökinAmnestyInternational kröfðust þess í dag að fram fari sjálfstæð rannsókn á dauða flóttamanns í búðum ástralskra stjórnvalda á Papúa Nýja-Gíneu. Segja samtökin að hægt hafi verið að koma í veg fyrir andlát hans.

Frá búðunum sem Ástraliir senda flóttafólk í.
Frá búðunum sem Ástraliir senda flóttafólk í. AFP

Allir þeir sem reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu, án þess að vera með vegabréfsáritun, eru sendir í fangabúðir á eyjunum Nauru og  Manus í Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir að falla undir skilgreiningu sem flóttafólk þá fær enginn að setjast að í Ástralíu án gildrar vegabréfsáritunar. 

Lögreglustjóri Papúa Nýju-Gíenu, Gari Baki, segir í yfirlýsingu að Íraninn HamedShamshiripou, sem var 28 ára, hafi fundist látinn hangandi í tré. Það voru börn sem eru í skóla þar skammt frá sem fundu hann.

Svefntjald í flóttamannabúðunum.
Svefntjald í flóttamannabúðunum. AFP

Baki segir að dauði hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti og vitað sé að Shamshiripou hafi áður reynt að fremja sjálfsvíg.

„Þetta dauðsfall er enn einn nöturlegi harmleikurinn sem hlýst af þjáningum og spennu á Manus eyju,“ segir í yfirlýsingu frá  Amnesty International í Ástralíu.

„Það þarf að fara fram sjálfstæð, hlutlaus, nákvæm og skilvirk rannsókn á dauða hans,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Mannréttindaráð Ástralíu segir að maðurinn sé sá fimmti sem deyr í fangabúðunum á Manus frá því júlí 2013.

Lögmaður hjá ráðinu segir að maðurinn hafi átt rétt á því að komið væri fram við hann af virðingu og honum boðin grundvallar réttindi. Hann hafi átt rétt á því að eiga möguleika á að byggja upp líf sitt að nýju í landi þar sem frelsi og öryggi ríkir.

Þess í stað hafi ríkisstjórn Ástralíu valið grimmd með því að fangelsa hann ótímabundið á afskekktri eyju við hræðilegar aðstæður.

Aðstæður í búðunum sem og þeim sem eru á annarri Kyrrahafseyju, Nauru, hafa harðlega verið gagnrýndar af alþjóðasamfélaginu. Fjölmargar fréttir hafa borist af sjálfskaða, misnotkun og andlegum veikindum þeirra sem þar er haldið.

Dómstóll í Papúa Nýju-Gíneu dæmdi í fyrra að það væri brot á stjórnarskrá að halda fólki á Manus og ber áströlskum stjórnvöldum að loka búðunum þar í október.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert