Meirihlutinn ósáttur við vinnubrögðin

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Meirihluti Breta er ósáttur við það með hvaða hætti ríkisstjórn Bretlands hefur haldið á málum varðandi útgöngu landsins úr Evrópusambandinu eða 61%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ORB gerði.

Fram kemur á fréttavef Reuters að óánægja með framgöngu ríkisstjórnarinnar hafi aukist síðan í síðasta mánuði þegar hún mældist 56%. Óánægðir voru einnig færri í júní þegar þeir mældust 46%. Meirihlutinn var hins vegar ánægður með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar fyrir þingkosningarnar sem fram fóru í Bretlandi í byrjun júní en í þeim missti Íhaldsflokkur Theresu May forsætisráðherra meirihluta sinn í breska þinginu.

Ekki kemur fram hvort þeir sem spurður voru væru hlynntir útgöngunni eða ekki eða hvort þeir teldu ríkisstjórnina hafa gengið of langt í að rjúfa tengslin við Evrópusambandið eða of skammt. Fleiri, eða 44%, töldu að May myndi ekki takast að landa góðum samningi um útgönguna úr sambandinu. 35% töldu hins vegar að hún myndi gera það.

Hins vegar töldu aðeins fleiri að Bretlandi myndi vegna betur eftir að landið hefði gengið úr Evrópusambandinu eða 40% gegn 37% sem töldu svo ekki verða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Óska eftir tilboði -7 sæta Peugeot 807
Til sölu ágætur Peugot 807 2,0 7 sæta, sjsk strumpari. Hann er skoðaður 2018, ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...