Skriða kostar átta lífið

AFP

Skriða sem féll í suðvesturhluta Kína í nótt kostaði að minnsta kosti átta manns lífið en hún er rakin til mikilla rigninga á svæðinu að undanförnu. 17 annarra er saknað.

Fram kemur í frétt AFP að margar skriður hafi fallið í Kína í sumar og ár og fjót flætt yfir bakka sína sem orðið hafi til þess að margir hafi orðið að yfirgefa heimili sín.

Tvö hús eyðilögðust í skriðunni sem féll á þorp í Puge-sýslu. Ennfremur segir í fréttinni að fimm manns hefðu slasast í skriðunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert