Fórnarlamb „skelfilegs ódæðisverks“

Savanna Greywind.
Savanna Greywind.

Lögreglan í Fargo í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hefur fundið lík konu sem var komin átta mánuði á leið þegar hún hvarf fyrr í mánuðinum. Par á fertugsaldri hefur verið handtekið, grunað um að hafa valdið dauða hennar og rænt barninu.

Hin 22 ára gamla Savanna Greywind sást síðast 19. ágúst sl. en lík hennar fannst í á í borginni í gærkvöldi. Voru það kajak-ræðarar sem komu auga á líkið, en því hafði verið vafið inn í plast og fest við tré í ánni.

Á fimmtudag fann lögregla nýfætt barn í íbúð nágranna Greywind, hins 32 ára gamla William Henry Hoehn og hinnar 38 ára gömlu Brooke Lynn Crews. Eru þau grunuð um að hafa rænt barninu og myrt Greywind. Áður hafði lögregla þrisvar leitað í íbúð parsins en ekkert fundið.

Barnið er heilbrigð stúlka, en lögregla hefur ekki staðfest hvort um sé að ræða barn Greywind þar sem niðurstaðna DNA-prófa er enn beðið.

Hoehn og Crews munu mæta fyrir dómara seinna í dag, en þau eru grunuð um manndráp, mannrán og að hafa veitt lögreglu rangar upplýsingar.

Lögreglustjóri á svæðinu, David Todd, sagði á blaðamannafundi í gær að Greywind væri „fórnarlamb grimmilegs og skelfilegs ódæðisverks“ og sagði lögreglu munu halda áfram að ná fram réttlæti fyrir hana.

„Hugur okkar og bænir eru með Greywind-fjölskyldunni sem gengur nú í gegnum hræðilegan missi,“ sagði Todd. „Hjörtu okkar eru þung og við syrgjum þessa ungu konu.“

Frétt CBS fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
HANDLISTAR Á VEGG - STÁL EÐA TRÉ
Fljót og góð þjónusta, tilsniðið og uppsett. Sími 848 3215 Svörum í símann 9 -...
Stimplar
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...