Yfir 3 þúsund flúið átök á 3 dögum

Yfir 3.000 rohingja-múslimar hafa flúið frá Mjanmar til Bangladess á síðustu þremur dögum, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Fólkið flýr mannskæð átök milli stjórnarhersins í Mjanmar og rohingja-múslima í Rakhine-héraði sem liggur við landamæri Bangladess. Átökin um helgina eru þau verstu í land­inu síðan í októ­ber.   

Flestir sem leggja á flótta eru konur og börn og stór hluti þeirra eru fylgdarlaus því þau hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína. 

Meiri­hluti lands­manna í Mjan­mar eru búdd­ist­ar en rúm­lega millj­ón manns eru rohingja-múslim­ar. Frá tí­unda ára­tugn­um hafa þeir reynt að flýja yfir til Bangla­dess vegna of­sókna í heimalandi sínu.

Yfirvöld í Bangaless hafa brugðist við með því að herða landamæravörslu og meina hundruðum manna að komast yfir landamærin. Þeir sem hafa sloppið gegn hafa lagt leið sína í flóttamannabúðir við bæinn Cox Baza en þar eru fyrir að minnsta kosti 400 þúsund rohingjar.

„Við hlupum af stað og reyndum að flýja í skjól þegar her Mjanmar hóf skothríð á föstudaginn,“ sagði hinn 27 ára gamli Mohammad Ziabul. Bróðir hans reyndi einnig að flýja en var skotinn til bana á flóttanum. Nokkur skot hæfðu Ziabul en hann lifði af. Hann sagði jafnframt að yfir 1.000 rohingjar úr heimabæ hans hefðu einnig flúið. 

Flóttamannabúðir á Cox's Bazar-svæðinu í Bangladess. Þangað hafa rohingjar flúið …
Flóttamannabúðir á Cox's Bazar-svæðinu í Bangladess. Þangað hafa rohingjar flúið í þúsundatali. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert