Ofsóknum í garð Rohingja mótmælt víða

Mótmæli í Pakistan.
Mótmæli í Pakistan. AFP

Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um heim síðustu daga þar sem meðferð Rohingja-fólks í Búrma er harðlega mótmælt. Þess er krafist að látið verði af ofsóknum í garð þessa íslamska minni­hluta­hóp­s í landinu. CCN greinir frá. 

Um 125 þúsund manns af Rohingja-þjóðinni hafa flúið til ná­granna­rík­is­ins Bangla­dess á síðustu dög­um í kjöl­far átaka skæru­liða og hers­ins í Rak­hine-ríki í vest­ur­hluta Búrma. Þar af flúðu 37 þúsund hafa einn sól­ar­hring­inn.

Hávær mótmæli voru í Karachi einni stærstu borg Pakistan í dag. Myndir af leiðtoga Búrma, Aung San Suu Kyi, voru brenndar. Aðgerðarsinnar í borginni Surabaya sem er önnur stærsta borg Indónesíu kröfðust einnig frelsis fyrir Rohingja í gær. Það sama var upp á teningnum í Grozny höfuðborg Tsjet­sjen­íu á mánudaginn síðastliðinn. 

Fjölmargir leiðtogar landa þar sem múslímar eru í meirihluta hafa harðlega gagnrýnt stjórnvöld og leiðtoga Búrma, Aung San Suu Kyi, vegna aðstæðna Rohingja-fólks­ins þar í landi. Þetta eru meðal annars löndin Malasía, Indónesía, Bangladesh og Pakistan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert