Eygir „möguleika“ á friði

Forseti Bandaríkjanna og furstinn af Kúveit leiðast á blaðamannafundi í …
Forseti Bandaríkjanna og furstinn af Kúveit leiðast á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur „möguleika“ á að friður náist í Mið-Austurlöndum. „Ég held að við eigum möguleika á að ná því,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu sem var haldinn með furstanum af Kúveit, Sa­bah al-Ahmad al-Sa­bah. 

Trump tók fram að fyrri áform um að koma á friði milli Ísrael og Palestínu hefðu ekki dugað en „við ætlum að gera okkar besta,“ sagði hann. 

Forsetinn greindi frá því að báðir deiluaðilar vildu frið og að Bandaríkjamenn byggju yfir „gríðarlegum hæfileika“ til að leysa þetta vandamál. Hins vegar minntist hann ekkert á tengdason sinn Jared Kushner sem fór fyrir sendinefnd í friðarviðræðum á svæðinu nýverið.  

Í Twitter-færslu sinni lagði Trump ríka áherslu á að friður næðist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert