Ætluðu að sprengja upp banka

Gerard Collomb innanríkisráðherra Frakklands svara fyrirspurnum blaðamanna.
Gerard Collomb innanríkisráðherra Frakklands svara fyrirspurnum blaðamanna. AFP

Franska lögreglan handtók þrjá menn í íbúð í Villejuif sem er úthverfi Parísar í Frakklandi í gær. Þar fundust um 100 kg af sprengiefninu TATP og önnur efni ætluð til sprengjugerðar. Allir þrír neituðu áformum um hryðjuverk. Hins vegar höfðu þeir verið í sambandi símleiðis við fólk í Sýrlandi, að sögn Gérard Collomb innanríkisráðherra Frakklands. BBC greinir frá.   

„Þeir ætluðu að sprengja upp banka með TATP. Við sjáum greinileg tengsl við hryðjuverkamenn og beinum rannsókninni í þá átt,“ sagði ráðherrann. 

Sprengiefnið TATP er mikið notað í árásum á vegum samtakanna Íslamaskt Jíhad en nokkuð einfalt er að búa til sprengiefnið. Sprengjunum átti að beina að gjaldkerum í bankanum til að krefjast peninga. 

Nokkrum klukkutímum frá því Collomb greindi blaðamönnunum frá handtökunni og sprengiefninu fann lögreglan enn meira af sprengiefni í bílskúr sem þriðji maðurinn hafði haft á leigu. Bílskúrinn var í bænum Thiais sem er nokkra kílómetra suður af Villejuif. 

Tveir mannanna sem voru handteknir eru 36 og 47 ára og eiga rætur sínar að rekja til norðurhluta Afríku. Þeir voru handteknir í nágrenni íbúðarinnar. Þeir eru ekki á skrá lögreglu. Hins vegar er sá þriðji sem var handtekinn sagður hafa komist áður í kast við lögin og var undir eftirliti lögreglu.

Grundsemdir vöknuðu hjá athugulum lásasmið og pípulagningamanni þegar hann var við vinnu í blokkinni. Hann kom auga á grunsamlega hluti undir í tjaldi á svölum íbúðar mannanna og kallaði til lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert