Drápu „Stríðsráðherrann“

Sýrlenskir hermenn koma til Deir Ezzor.
Sýrlenskir hermenn koma til Deir Ezzor. AFP

Rússnesk yfirvöld greindu frá því í dag að nokkrir yfirmenn herafla vígasamtakanna Ríkis íslams hafi verið drepnir í loftárásum á Deir Ezzor borg. Meðal þeirra eru menn sem ganga undir nöfnunum „Emírinn af Deir Ezzor“ og „Stríðsráðherrann“.

Íbúar Deir Ezzor sem hafa hrakist á brott af heimilum …
Íbúar Deir Ezzor sem hafa hrakist á brott af heimilum sínum í borginni. AFP

Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir í færslu á Facebook að alls hafi 40 liðsmenn Ríkis íslams verið drepnir í loftárásum á skrifstofu herforingja samtakanna og samskiptamiðstöð þeirra. 

Staðfest hafi verið að meðal þeirra sem létust hafi verið fjórir yfirmenn herafla Ríkis íslams, þar á meðal Abu Mohammed al-Shimali, sem hefur gengið undir nafninu „Emírinn af Deir Ezzor“.

Jafnfram hafi Gulmurod Khalimov, sem er frá Tadsjikistan, látist en hann hefur verið nefndur „Stríðsráðherra“ Ríkis íslams.

Khalimov stýrði sérsveitum innanríkisráðuneytis Tadsjikistan áður en hann gekk til liðs við Ríki íslams árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert