Fjöldagöngu nasista mótmælt í Gautaborg

Lögregla reynir að stöðva nasistana er þeir reyndu að beygja …
Lögregla reynir að stöðva nasistana er þeir reyndu að beygja af leið. AFP

Fleiri en tuttugu hafa verið handteknir vegna óláta í tengslum við göngu nýnasistahreyfingarinnar NMR í Gautaborg í dag, en til slagsmála hefur komið á milli nasista og mótmælenda þeirra. Samkvæmt Aftonbladet var fjöldi nýnasista sem tóku þátt í göngunni hátt í eitt þúsund talsins.

Fjöldi þeirra sem mótmæltu nasistunum var þó mun meiri, en talið er að 10 þúsund hið minnsta hafi safnast saman til að mótmæla málstað nasista. Mikill mannfjöldi er í miðborginni og lögregla er með mikinn viðbúnað. Fjölda gatna í miðborg Gautaborgar hefur verið lokað.

Til átaka kom á milli lögreglu og nasista er nasistarnir reyndu að beygja út af fyrirframákveðinni gönguleið, sem hafði verið afgirt og varin af lögreglu. Þá hafa báðar fylkingar, bæði nasistar og gagnmótmælendur, kastað steinum sín á milli og einnig að lögreglumönnum.

Frétt Aftonbladet um óeirðirnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert