Svartur blettur á myndinni

Norður-Kórea hefur náð undraverðum árangri í framleiðslu á vopnum í valdatíð Kim Jong-Un en á sama tíma situr þjóðin eftir í skugganum - bókstaflegri merkingu.

Í túrbínusal númer 5 í Wonsan vatnsorkuverinu er veggspjald að finna þar sem á stendur: „Efnuð og öflug þjóð“ en þegar kemur að rafmagni verður fátt um efndir.

Ef gervihnattamyndir eru skoðaðar er allt svart þegar horft er yfir þennan heimshluta á meðan löndin Kína og Suður-Kórea eru böðuð ljósi. Nú tæpum 70 árum eftir stofnun Lýðræðislega Alþýðulýðveldisins Kórea búa landsmenn enn við rafmagnsskort líkt og gervihnattamyndir sýna svo glögglega.

Pyongyang er óvenjulega dimm af höfuðborg að vera og oft sést varla ljóstýra á heimilum borgarbúa. Sólarrafhlöður er að finna á fjölmörgum svölum og nemendur safnast saman undir ljósastaurum til þess að lesa námsbækurnar.

En þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar landið var nýlenda Japan var gríðarleg iðnframleiðsla í N-Kóreu á meðan jarðrækt var í suðurhluta landsins. 

Þar sem Norður-Kórea er eitt lokaðasta land heims er fátt vitað um hagi fólks. Íbúarnir eru um 24,5 milljónir talsins og á undanförnum tveimur áratugum er talið að um tvær milljónir hafi dáið úr hungri í landinu sem varð til í umróti kalda stríðsins í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...