Meta hælisleitendur í heimalöndunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Frakkar ætla á næstu vikum að opna skrifstofur í Níger og Tsjad sem munu hafa það verkefni að leggja mat á umsóknir fólks um hæli í Frakklandi. Þetta tilkynnti Emmanuel Macron, forseti landsins, í dag samkvæmt frétt AFP.

Haft er eftir Macron að skrifstofurnar hefðu enn fremur það hlutverk að vara fólk í Níger og Tsjad við því hver staðan í innflytjendamálum væri í Frakklandi í því skyni að stemma stigu við straumi förufólks til landsins.

Macron viðraði áður hugmyndir um að koma upp hliðstæðri skrifstofu í Líbíu, hvaðan mikill fjöldi fólks frá ýmsum Afríkuríkjum leggur af stað yfir Miðjarðarhafið til Evrópu, en hætt var við það vegna þess að aðstæður í landinu voru ekki taldar öruggar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert