Fréttaveita Dow Jones hefur beðist afsökunar á röngum tilkynningum

Tilkynningin átti ekki við nein rök að styðjast.
Tilkynningin átti ekki við nein rök að styðjast. AFP

Skömmu eftir opnun markaða í morgun birtust nokkrar fréttatilkynningar í fréttaveitu Dow Jones þess efnis að Google hefði keypt Apple fyrir 9 milljarða dollara. Dow Jones-fréttaveitan hefur beðist afsökunar á tilkynningunum sem áttu ekki við nein rök að styðjast en grunur er um að brotist hafi verið inn í fréttaveituna. RT greinir frá. 

Í tilkynningunum sagði meðal annars að Steve Jobs hefði lagt til að Apple yrði tekið yfir af Google í erfðaskrá sinni en í ljósi þess að markaðsverðmæti Apple er um 800 milljarðar dollara mátti flestum vera ljóst að tilkynningarnar ættu ekki við rök að styðjast. 

Steve Severinghaus, samskiptastjóri hjá Dow Jones, lýsti því yfir að um tæknilega bilun hafi verið að ræða og óskaði eftir því að þær yrðu virtar að vettugi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert