Lifðu af tíu daga í óbyggðum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Mæðgin, kona og níu ára gamall sonur hennar, lifðu af eldraun í óbyggðum Ástralíu þegar tveggja tíma göngutúr endaði í tíu daga dvöl án matar. Þau héldu í sér lífi með því að nota laufblöð til að safna drykkjarvatni.

Konan , sem er fertug að aldri, og sonur hennar ætluðu í tveggja tíma göngutúr í Mount Royal þjóðgarðinum í Hunter-héraði en villtust, segir lögreglan í New South Wales. Þegar þau fundust loksins voru þau flutt á sjúkrahús en þau eru bæði með mjög slæm skordýrabit og þjást af ofþornun. Þrátt fyrir það séu þau í góðu ástandi miðað við aðstæður.

Að sögn leitarmanna voru aðstæður til leitar mjög erfiðar á köflum en leit hófst eftir að bíll þeirra fannst á bílastæði í þjóðgarðinum á mánudag.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Endurnýjum rafhlöður fyrir borvélar
járnabindivélar, fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur....
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...