Nauðsynlegt að drengir verði femínistar

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, á blaðamannafundi í sendiráði Kanada í …
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, á blaðamannafundi í sendiráði Kanada í Washington í gær. AFP

Ala þarf drengi upp í að verða femínistar alveg eins og stúlkur því þeir hafa máttinn til þess að breyta kynjamisrétti sem núna er við völd í heiminum. Þetta segir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær sem hann hann birti í gær.

Með því að fræða drengi á þann veg að þeir verða femínistar veitir þeim tilfinninguna fyrir réttlæti og samkennd. Um leið losar fræðsla þá við þann mikla þrýsting sem drengir eru beittir um að vera karlmannlegir á einhvern fyrirfram gefinn hátt. Eitthvað sem er eyðileggjandi fyrir menn og þá sem eru í kringum þá. 

„Ég vil að þeir séu sáttir við sjálfa sig og að vera femínistar sem berjast fyrir réttlæti og geta horft á spegilmynd sína með stolti,“skrifar Trudeau meðal annars. 

Í greininni segist Trudeau hafa velt því fyrir sér hvernig hann gæti alið dóttur sína, Ella-Grace, upp á þann hátt að hún yrði femínisti en þá hafi eiginkona hans, Sophie, minnt hann á að synir þeirra Xavier og Hadrien þyrftu á sömu fræðslu að halda. 

„Það er okkur öllum til hagsbóta þegar konur og stúlkur njóta jafnra tækifæra á við karla og drengi og það er undir okkur öllum komið að það verði að raunveruleika, skrifar Trudeau í grein sem birt er í Marie Claire tímaritinu.

„Synir okkar hafa völdin og ábyrgðina á að breyta kynjamisréttinu sem nú viðgegnst,“ skrifar hann meðal annars.

Trudeau hefur ítrekað lýst sér sem femínista og þegar hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2015 vakti athygli að kynjahlutföll ríkisstjórnar hans voru jöfn. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð um að bæta stöðu frumbyggjakvenna í Kanada en þær eru mjög oft fórnarlömb heimilisofbeldis og misréttis í samfélaginu.

Greinin í heild

Justin Trudeau og Sophie með börnum sínum þremur Hadrien, Ella-Grace …
Justin Trudeau og Sophie með börnum sínum þremur Hadrien, Ella-Grace og Xavier AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert