Samkomulagið í hættu

AFP

Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni hætta stuðningi við kjarnorkusamkomulag við Írani í dag og kynna harðari stefnu í garð Írans.

Með þessu er Trump ekki að draga Bandaríkjunum út úr samkomulaginu en veitir Bandaríkjaþingi 60 daga til þess að ákveða hvort það verði gert með hertum refsiaðgerðum.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur undanfarið verið að ræða þetta við bandamenn í Evrópu og Kína. Mikill þrýstingur hefur verið á Trump bæði innanlands sem utan að láta ekki verða að þessu. 

Samkvæmt samkomulaginu frá 2015 samþykkti Íran að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun sína gegn því að refsiaðgerðum yrði aflétt að mestu. Trump hefur lengi gagnrýnt samkomulagið og hét því í kosningabaráttunni að segja sig frá samkomulaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert