Weinstein rekinn úr akademíunni

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni en hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað þremur konum og beitt tugi annarra kynferðislegu ofbeldi.

Fram kemur á fréttavef Daily Telegraph að stjórn akademíunnar hafi fundað og greitt atkvæði um málið í dag. Skömmu áður en ákvörðunin var tekin hvatti yngri bróðir Weinsteins, Bob Weinstein sem stofnaði með honum Weinstein-fyrirtækið árið 2005, til þess að hann yrði rekinn úr akademíunni pg sagði hann „sjúkan og siðspilltan“.

Fram kemur í yfirlýsingu akademíunnar að tilgangurinn væri ekki eingöngu sá að reka einstakling sem ætti ekki skilið virðingu samstarfsmanna sinna úr röðum hennar heldur að senda þau skilaboð að sá tími væri liðinn að horft væri framhjá slíkri framkomu innan kvikmyndageirans 

Þetta er í fyrsta sinn sem einhver er rekinn úr akademíunni fyrir persónulega hegðun sína. Bill Cosby, Roman Polanski og Mel Gibson eru enn meðlimir í henni segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert