Neyð blasir við 11 milljónum barna í Jemen

Barn bólusett í borginni Sanaa í Jemen.
Barn bólusett í borginni Sanaa í Jemen. AFP

Yfir 11 milljónir barna í Jemen eru í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð vegna stríðsins sem hefur geisað í landinu frá mars 2015. Þetta segir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Átökin sem bitna á börnunum eru „hrikaleg“ og við þeim blasir „ein mesta ógn um fæðuöryggi í heiminum auk óútreiknanlegs kólerufaraldurs,“ segir jafnframt í tilkynningu mannréttindaráðsins. 

Börnin eiga ekki möguleika því þau hafa hvorki aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu né fá  almennilega næringu. Þrenns kon­ar ógn steðjar að Jemen: átök­in, kólerufar­ald­ur og hætta á hung­urs­neyð sem ógn­ar nú lífi tutt­ugu og einn­ar millj­ónar manna. 

Skólasetning 15. október. Um 73% kennara hafa ekki fengið laun …
Skólasetning 15. október. Um 73% kennara hafa ekki fengið laun sín greidd í rúmt ár. AFP

Menntakerfið er einnig að hruni komið. Yfir fimm milljónir barna eiga því hættu á að hljóta enga menntun. 

Jemen er efst á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þjóðir heimsins sem eru í brýnustu þörf fyrir neyðaraðstoð. Hætta er á að hungursneyð og kólerufaraldur blasi við sjö milljónum manna sem hefur nú þegar lagt um tvö þúsund manns að velli.  

Yfir 8.650 manns hafa verið drepin í átökunum og yfir 58.600 manns hafa særst og margir þeirra eru óbreyttir borgarar, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 

Skólasetning 15. október. Um 73% kennara hafa ekki fengið laun …
Skólasetning 15. október. Um 73% kennara hafa ekki fengið laun sín greidd í rúmt ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert