Eru Íslendingum þakklátir

Ástandið í Venesúela hefur verið slæmt síðustu mánuði.
Ástandið í Venesúela hefur verið slæmt síðustu mánuði. AFP

„Takk Ísland,“ er meðal þess sem skrifað er í athugasemdir á Facebook við frétt vefsíðunnar PanAm Post um að Venesúela hafi ekki fengið leyfi frá íslenskum stjórnvöldum til að flytja 16 tonn af táragasi í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafnaði beiðninni fyrir helgi en flytja átti táragasið frá Kína til Venesúela, með millilendingu í Keflavík. Almennir borgarar, sem tjá sig um málið í fréttamiðlum í Venesúela, og víðar vestanhafs, eru gríðarlega ánægðir með ákvörðun Íslendinga.

„Ég þakka þingi og ríkisstjórn Íslands fyrir að koma í veg fyrir kúgun þeirra sem þjást í Venesúela,“ skrifar einn í athugasemd með áðurnefndri frétt.

Bannað var að flytja táragasið um Keflavíkurflugvöll.
Bannað var að flytja táragasið um Keflavíkurflugvöll. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta eru glæpamenn. Það er ekki til matur og engin lyf en þá eru pöntuð 16 tonn af gasi. Almenningur er laminn og þeir sem mótmæla er stungið í fangelsi,“ er skrifað við athugasemd vegna sömu fréttar hjá síðunni Noticias de Venezuela.

„Meira að segja Íslendingar átta sig því hversu slæma stjórn við höfum,“ skrifar annar. 

Ástandið í Venesúela hefur verið afar slæmt undanfarna mánuði. Fólk hefur mótmælt forseta landsins, Nicolas Maduro, en fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Líklegast átti að nota táragasið til að halda mótmælendum í skefjum.

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur sakað for­set­ann um að styrkja ein­ræði í land­inu með því að nýta stofn­an­ir í eig­in þágu svo hann geti setið leng­ur á valda­stóli. Mik­il efna­hags­lægð er í land­inu bæði mat­ur og lyf eru af skorn­um skammti.  

Nicolas Maduro forseti Venesúela.
Nicolas Maduro forseti Venesúela. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert