Vatíkanið fundar um kjarnorkuvopn

Frá fundi Frans páfa í Vatíkaninu fyrr í mánuðinum.
Frá fundi Frans páfa í Vatíkaninu fyrr í mánuðinum. AFP

Vatíkanið stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um kjarnorkuvopn 10. og 11. nóvember. Undanfarið hefur spennan milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu farið vaxandi þar sem hið síðarnefnda hefur verið undir þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni.

Á fundinum munu halda erindi handhafar friðarverðlauna Nóbels, hæstráðendur hjá Sameinuðu þjóðunum og NATO auk Frans páfa. Einnig munu eftirlifendur kjarnorkuárásarinnar í Nagasaki í Japan ávarpa gesti og greina frá upplifun sinni.      

Páfinn „hefur unnið ötullega að því að tala fyrir kjarnorkulausum heim“. Þetta sagði Greg Burke, talsmaður Vatíkansins. 

Silvano Tomasi erkibiskup sem er einnig talsmaður páfans sagði í viðtali við blaðið La Repubblica að það væri ljóst „að okkur stæði raunveruleg ógn af notkun kjarnorkuvopna“ og bætti við að þau gætu verið notuð: „Fyrir tilviljun, af vali eða vegna þess að þeir sem sitja við stjórnvölinn og eru með takkana fyrir framan sig eru ekki í jafnvægi.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert