Trump fer ekki á hlutlausa svæðið

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja hlutlausa svæðið (DMZ) á milli Norður- og Suður-Kóreu þegar hann fer í opinbera heimsókn til Asíu sem hefst á sunnudag.

Forveri Trump í starfi forseta, Barack Obama, heimsótti svæðið en forsetar Bandaríkjanna hafa gert það í gegnum tíðina til að lýsa yfir stuðningi við Suður-Kóreu í baráttu þeirra við nágranna þeirra í norðri.

Barack Obama heimsótti hlutlausa svæðið milli Kóreuríkjanna fyrir fimm árum.
Barack Obama heimsótti hlutlausa svæðið milli Kóreuríkjanna fyrir fimm árum. AFP

„Forsetinn mun ekki heimsækja hlutlausa svæðið en það er ekki tími fyrir það í þessari ferð,“ sagði einn af starfsmönnum Hvíta hússins en 12 daga opinber heimsókn Trump til Asíu hefst í Japan.

Frétt mbl.is: Trump á hlut­lausa svæðið

„Þetta er að verða hálfgerð klisja,“ bætti starfsmaðurinn við en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, heimsótti svæðið í síðustu viku. 

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert