Beiti ekki ofbeldi í Simbabve

Boris Johnson yfirgefur Downingstræti 10.
Boris Johnson yfirgefur Downingstræti 10. AFP

Bresk stjórnvöld hafa hvatt til þess að komið verði í veg fyrir að ofbeldi brjótist út í Simbabve en þar hefur herinn tekið völdin.

„Í augnablikinu er ástandið mjög óstöðugt og það er erfitt að segja hvernig þetta mun fara,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.

Stjórnvöld hafa einnig hvatt Breta sem búa í Simbabve til að halda sig heima við þangað til ástandið batnar. Um 20 þúsund Bretar búa í landinu. 

Robert Mugabe, forseti Simbabve.
Robert Mugabe, forseti Simbabve. AFP

„Allir vilja sjá stöðugleika í Simbabve og að allt gangi þar vel,“ sagði Johnson. „Við hvetjum alla til að beita ekki ofbeldi. Það er afar mikilvægt.“

Simbabve er fyrrverandi nýlenduríki Breta. Landið öðlaðist sjálfstæði árið 1980 og síðan þá hefur forsetinn Robert Mugabe, sem er 93 ára, stjórnað Simbabve með harðri hendi. 

 „Vonbrigðin hafa verið mikil í gegnum tíðina en vonin er til staðar. Það er möguleiki á að hlutirnir muni breytast í Sibambve,“ bætti Johnson við.

„Það er alls ekki sjálfgefið. Allir þurfa að leggja mikið á sig til að það gerist. Enginn vill að einum ókjörnum einræðisherra verði skipt út í staðinn fyrir annan.“

Hann sagðist vonast eftir frjálsum og sanngjörnum kosningum á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert