Handtekinn fyrir morðið á ritstjóra Forbes

Khlebnikov var ritstjóri rússneska Forbes þegar hann var ráðinn af …
Khlebnikov var ritstjóri rússneska Forbes þegar hann var ráðinn af dögum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Úkraínska leyniþjónustan greindi frá því í dag að rússneskur karlmaður, sem var eftirlýstur fyrir morðið á bandaríska blaðamanninum Paul Khlebnikov árið 2004, hefði verið handtekinn. Maðurinn, sem upprunalegar frá Tjetjeníu, var handtekinn í Kíev, höfuðborg Úkraínu. AFP-fréttastofan greinir frá.

Khlebnikov, sem var 41 árs þegar hann var skotinn til bana í Moskvu, var ritstjóri rússneska viðskiptatímaritisins Forbes.

„Samkvæmt upplýsingum frá Interpol mun maðurinn hafa tekið þátt í að ráða fjölda manns af dögum og fengið greitt fyrir, þar á meðal ritstjóra Forbes, bandaríska ríkisborgarann Paul Khlebnikov,“ segir í yfirlýsingu frá úkraínsku leyniþjónustunni.

Khlebnikov hafði starfað hjá Forbes í næstum fimmtán ár þegar hann var myrtur og hafði birt fjölmargar rannsóknargreinar um rússneska viðskiptajöfra og umdeildar einkavæðingar í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert