Saka Clinton um kynferðisofbeldi

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Fjórar konur hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um kynferðisofbeldi samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Vísað er í fréttinni í Edward Klein sem ritað hefur nokkrar bækur um fjölskyldu forsetans fyrrverandi.

Klein fullyrðir að fjórar konur hafi hótað að kæra Clinton verði þeim ekki greiddir umtalsverðir fjármunir. Konurnar segja Clinton hafa beitt þær kynferðisofbeldi þegar þær voru innan við tvítugt og unnu fyrir milljarðamæringinn Ron Burkle.

Clinton var Burkle innan handar við að útvega honum viðskiptatækifæri og er sagður hafa flogið um heiminn á einkaþotu Burkles ásamt hópi ungra kvenna. Fram kemur í fréttinni að ekki sé vitað til þess að Burkle hafi vitað af einhverju ósæmilegu.

Klein segist hafa heimildir sínar innan úr Demókrataflokknum sem Clinton bauð sig fram fyrir á sínum tíma. Samkvæmt fréttinni er ekki ljóst hvenær kynferðisofbeldið mun hafa átt sér stað en það hafi þó verið eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið 2001.

Rifjað er upp að Clinton, sem er 71 árs, hafi margoft verið sakaður um ósæmilega kynferðislega hegðun á árum áður. Þekktast er kynferðislegt samband hans við Monicu Lewinsky sem var lærlingur í Hvíta húsinu.

Clinton-hjónin, Bill og Hillary, greiddu Paulu Jones, fyrrverandi starfsmanni Arkansas-ríkis, ennfremur 850 þúsund dollara til þess að ná sáttum í máli þar sem hún kærði forsetann fyrirverandi fyrir kynferðislega áreitni.

Málin urðu til þess að Bandaríkjaþing tók þau til rannsóknar og var Clinton að lokum sýknaður af öldungadeild þingsins.

Forstöðumaður hjúkrunarheimilis, Juanita Broaddrick, sakaði Clinton árið 1999 um að hafa nauðgað henni þegar hann var ríkisstjóri í Arkansas og Kathleen Willey sakaði hann um að hafa beitt hana kynferðisofbeld á fyrra kjörtímabili hans sem forseti.

Fram kemur í fréttinni að fái konurnar fjórar ekki greitt séu þær reiðubúnar að greina opinberlega frá ásökunum sínum. Klein segir að einn af lögfræðingum Clintons hafi staðfest að ásakanirnar séu fyrir hendi en sagt að hann gæti ekki talað um málið.

Klein hefur eftir ónafngreindum starfsmanni Demókrataflokksins að Clinton sé miður sín vegna tilhugsunarinnar um að þurfa að bera aftur vitni og verja sig gegn ásökunum um kynferðisbrot. 

Clinton voni að lögfræðingar hans geti einhvern veginn komið í veg fyrir að konurnar leggi fram kærur „og dragi hann niður í svaðið.“

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Iðnaðarhúsnæði óskast.
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...