Krefjast neyðarfundar í öryggisráðinu

8 af 15 ríkjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að ...
8 af 15 ríkjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að ráðið bregðist við ákvörðun Trumps um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman til fundar á föstudag. Fyrr í kvöld kölluðu átta ríki eftir því að boðað verði til neyðarfundar í ráðinu. Fulltrúi Japana, sem gegnir formennsku í ráðinu, hefur ákveðið að kalla ráðið saman. 

Á fundinum verður brugðist við ákvörðun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ótt­ast er að ákvörðunin leiði til auk­ins of­beld­is í Mið-Aust­ur­lönd­um en bæði Ísra­el­ar og Palestínu­menn gera til­kall til borg­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Segir Jerúsalem höfuðborg Ísraels

Bólivía, Egyptaland, Frakkland, Ítalía, Senegal, Svíþjóð, Bretland og Úrúgvæ eru ríkin átta sem krefjast að ráðið komi saman. Alls eiga 15 ríki sæti í ráðinu.

Fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, António Guter­res, hef­ur lagt áherslu á að staða Jerúsalems verði aðeins ákvörðuð í viðræðum á milli Ísra­ela og Palestínu­manna.

Fulltrúi Bólivíu í ráðinu, Sacha Sergio Llorenty Soliz, segir ákvörðun Trumps vera gálausa og hættulega og segir hana ganga gegn alþjóðalögum. „Þetta er ekki einungis ógn við friðarviðræðurnar, þetta er einnig ógn við alþjóðaöryggi og frið,“ segir Soliz.  

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
 
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...