Dauði Hammarskjöld væntanlegar rannsakaður að nýju

Dag Hammarskjöld við komuna til Sambíu.
Dag Hammarskjöld við komuna til Sambíu. AFP

Ályktun þar sem hvatt er til þess að ný rannsókn fari fram á dauða Dag Hamm­arskjöld, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hefur gengið á milli fulltrúa ríkjanna 193 sem eiga aðild að allsherjarþingi SÞ. Í skýrslu sem SÞ gaf út í haust er því haldið fram að Hammarskjöld hafi verið myrtur.

Hamm­arskjöld, sem var sænsk­ur rík­is­borg­ari, gegndi starfi fram­kvæmda­stjóra SÞ frá 1953-1961, þegar hann lést í flug­slysi í Sam­b­íu ásamt 15 öðrum. Stuttu eft­ir slysið kom upp orðróm­ur því tengdu að vél­inni hefði verið grandað.

Ef ályktunin verður samþykkt þá er ljóst að mikill þrýstingur verður á Belga, Breta, Frakka, Rússa, Suður-Afríku og Bandaríkin að upplýsa um leyniskjöl sem eru í þeirra eigu varðandi dauða hans. Samkvæmt ályktunardrögum er lagt til að sett verði á laggirnar sjálfstæð rannsókn þar sem farið verði yfir gögn málsins. Gert er ráð fyrir því að greidd verði atkvæði um ályktunina í lok árs. 

Hammarskjöld var á ferðalagi um Afríku þar sem hann reyndi að sameina Kongó og stöðva útgöngu Katanga-héraðs. Vélin brotlenti skammt frá borginni Ndola, sem þá var í Norður-Ródesíu nú Sambíu. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Leðursófi til sölu
Tveggja sæta leðursófi til sölu. Verð 15 þúsund. Staðsettning Grafarvogur. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...