Nýjustu Berlínarbúarnir eru svín

Þeir eru ekki sérstaklega vinsælir, nýjustu íbúar Berlínarborgar. Þeir eiga það til að láta ófriðlega á götum, valda jafnvel umferðarslysum og grafa í görðum nágrannanna.

Það eru sum sé ekki allir Berlínarbúar sáttir við öll þau villisvín sem hafa hreiðrað um sig á hinum fjölmörgu grænu svæðum sem borgin er þekkt fyrir.

Talið er að um 3.000 villisvín séu nú innan borgarmarkanna, flest í skógivöxnum görðum sem þar má finna.

Fólk nýtir garðana til útivistar og dæmi eru um að villisvínin hafi ráðist á það og slasað. 

Villisvínin eru engin smásmíði. Þau geta verið um 120 kíló að þyngd og eru ekki sérstaklega mannelsk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert