Rýmdu hluta Schiphol-flugvallar

Schiphol-flugvöllur.
Schiphol-flugvöllur. AFP

Hluti flugstöðvarbyggingarinnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam var rýmdur vegna manns sem var þar vopnaður hnífi. Völlurinn er einn sá stærsti í Evrópu.

Í frétt BBC segir að lögreglan hafi skotið og handtekið mann sem beitti eða reyndi að beita hnífi á vellinum.

Enginn er sagður hafa særst. Samkvæmt frétt BBC var hluti flugstöðvarbyggingarinnar rýmdur. Búið er að opna alla bygginguna að nýju og er hættan sögð liðin hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert