Rafmagnslaust á fjölfarnasta flugvellinum

AFP

Aflýsa hefur þurft þúsundum flugferða um Hartsfield-Jackson flugvöllinn í Atlanta vegna rafmagnsleysis. Flugvöllurinn er sá fjölfarnasti í heimi en á hverjum degi fara 250 þúsund farþegar um flugvöllinn. Nýjustu fréttir herma að rafmagn sé að komið á, tólf tímum síðar.

Vegna rafmagnsleysisins hafa þúsundir flugfarþega ekki komist á áfangastaði sína en mikið álag er á öllum flugvöllum vegna fólks sem er að reyna að komast leiðar sinnar fyrir jól. Vegna rafmagnsleysisins hefur fjölda flugferða verið beint á aðra flugvelli en í gær var yfir eitt þúsund flugferðum aflýst og vitað að í dag verða seinkanir á hundruð flugferða vegna þessa.

Samkvæmt fréttum BBC og Guardian fór rafmagnið af skömmu eftir klukkan 13 að staðartíma eða klukkan 18 að íslenskum tíma í gær.

Frétt Guardian

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert