Jarðskjálfti að stærð 5,2 í Íran

Jarðskjálftinn átti upptök sín um 40 kílómetra vestur af Tehran, …
Jarðskjálftinn átti upptök sín um 40 kílómetra vestur af Tehran, höfuðborg Írans. AFP

Jarðskjálfti sem mældist 5,2 að stærð mældist skammt fyrir utan Tehran, höfuðborg Írans, í kvöld, um klukkan 23:30 að staðartíma.

Hundruð manna þyrptust á götur borgarinnar þar sem skjálftinn fannst vel. Ekki hefur fengist staðfest hjá yfirvöldum hvort einhvern hafi sakað í skjálftanum. Þá hefur heldur ekki verið tilkynnt um tjón á byggingum eða eignum.

Upptök skjálftans eru um 40 kílómetra vestur af höfuðborginni.

„Við viljum biðja fólk um að halda ró sinni, umferðaröngþveiti getur skapað vandamál út af fyrir sig,“ segir Mortza Redmare, fulltrúi Rauða krossins, í sjónvarpsviðtali.

Skjálftinn er hluti af hrinu sem hefur staðið yfir síðustu daga. Fyrir viku mældist skjálfti að stærð 6,2. Átján manns slösuðust í þeim skjálfta.

Jarðskjálft­ar eru al­geng­ir í Íran. Sá mannskæðasti á árinu varð í nóvember þegar 620 manns létu lífið í skjálfta sem mældist 7,3 að stærð.

Frétt mbl.is: Var líkt og byggingin dansaði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert