Trump beitir hótunum

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að þau ríki sem greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna muni eiga á hættu að verða af þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Alls­herj­arþingið mun koma saman á morgun á neyðar­fundi. Á dag­skrá fund­ar­ins er at­kvæðagreiðsla um drög að álykt­un gegn ákvörðun Trumps að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els.

Egyptar kröfðust þess að kosið yrði um málið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og að ákvörðun Trumps yrði afturkölluð. Var það gert á mánudag og samþykktu 14 af 15 ríkjum sem eiga sæti í öryggisráðinu tillögu Egypta en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu.

„Þau taka við hundruðum milljóna dollara og jafnvel milljörðum dollara og síðan ætla þau að kjósa gegn okkur,“ sagði Trump við fjölmiðlamenn í Hvíta húsinu í dag.

„Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við spörum heilan helling á því og okkur er alveg sama,“ bætti Trump við.

Ekk­ert ríki hef­ur neit­un­ar­vald á alls­herj­arþing­inu, ólíkt því fyr­ir­komu­lagi sem rík­ir í ör­ygg­is­ráðinu, þar sem fasta­rík­in fimm, Banda­rík­in, Bret­land, Kína, Frakk­land og Rúss­land, búa yfir neit­un­ar­valdi.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert