Vill 25 milljarða dala vegna múrsins

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Bandaríkjaþing stofni 25 milljarða dala sjóð vegna byggingar landamæramúrs gegn því að 1,8 milljónir ungra ólöglegra innflytjenda hljóti bandarískan ríkisborgararétt á næstu 10 til 12 árum.

Innflytjendurnir sem um ræðir eru svo­kölluð drauma­börn (e. drea­mers).

Tillaga Hvíta hússins, sem verður kynnt formlega í næstu viku, kveður á um að íbúar Bandaríkjanna geti aðeins greitt fyrir vegabréfsáritun maka og barna en ekki annarra fjölskyldumeðlima.

Í staðinn myndi happdrættið um að fá græna kortið í Bandaríkjunum líða undir lok en Trump hefur lengið verið gagnrýninn á það.

„Heimavarnarráðuneytið þarf að hafa úr verkfærum að ráða til að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjenda. Það þarf að geta flutt í burtu einstaklinga sem koma ólöglega til Bandaríkjanna og það þarf að geta beitt nauðsynlegum ráðum í þágu þjóðaröryggis,“ sagði ráðamaður í Hvíta húsinu við blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert