16 létust er eldingu laust niður

Ljósmynd/Wikipedia.org

Að minnsta kosti sextán manns létust og tugir slösuðust eftir að eldingu laust niður í kirkju sjöunda dags aðventista í Rúanda fyrr í dag. Fjórtán eru sagðir hafa látist samstundis þegar eldingunni laust niður í kirkjuna sem er í Nyaruguru-sýslu. Tveir létust síðar af sárum sínum. AFP-fréttastofan greinir frá.

140 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, en einhverjir voru útskrifaðir fljótlega. Þrír eru enn í lífshættu.

Svipað atvik átti sér stað á sama svæði á föstudag, en þá laust eldingu niður í hóp háskólanema, með þeim afleiðingum að einn lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert