Frans páfi hvetur ungmenni til dáða

Frans páfi heilsar upp á almenning að lokinni pálmasunnudagsmessu á …
Frans páfi heilsar upp á almenning að lokinni pálmasunnudagsmessu á Péturstorginu. AFP

Frans páfi hvetur unga fólkið til að halda áfram að berjast og hafa hátt. Þetta kom fram í hátíðarræðu hans í dag, á pálmasunnudegi, á Péturstorginu í Róm. Sagði hann hlutverk unga fólksins að hafa hátt jafnvel þegar aðrir þegja. „Freistingin til að þagga niður í ungu fólki hefur alltaf verið til staðar,“ sagði páfi. „Það er undir ykkur komið að láta heyra í ykkur.“ Boðskapnum kom páfinn einnig til skila á Twitter.

Þótt páfi hafi ekki minnst berum orðum á mótmælagöngurnar March For Our Lives sem haldnar voru um öll Bandaríkin í gær má telja ljóst að páfinn hafi beint þessum orðum sínum að menntskælingunum frá Flórída, sem skipulögðu kröfugöngurnar. Þeir krefjast þess að byssulöggjöf Bandaríkjanna verði hert.Frans hefur lengi verið gagnrýninn á vopnaframleiðendur og tjáð sig eftir skotárásir. Árið 2015 ávarpaði hann neðri deild Bandaríkjaþings og sagði vopnaviðskipti alltaf vera blóði drifin.

Þá hefur hann gagnrýnt kristna menn sem fjárfesta í vopnaiðnaði og sagt þá hræsnara. „Þeir segja eitt og gera annað.“

Margir komu saman í Róm í dag til að hlýða …
Margir komu saman í Róm í dag til að hlýða á páfann. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert