Ók pallbíl á hóp veislugesta

Pallbíllinn ók inn í hóp fólks sem var að taka …
Pallbíllinn ók inn í hóp fólks sem var að taka þátt í kjötkveðjuhátíð í Luis Cabral hverfinu í Mapútó. Kort/Google

23 létust þegar pallbíl var ekið inn í hóp veislugesta í Mapútó, höfuðborg Mósambík, um helgina. Að sögn lögreglu virti ökumaðurinn ekki beiðni umferðalögreglu um að stöðva bíl sinn, heldur ók hann bílnum á hindrun og sveigði honum því næst inn í hóp fólks sem var að taka þátt í kjötkveðjuhátíð í Luis Cabral hverfinu aðfararnótt sunnudag.

„Ökumaðurinn ók of hratt og virti ekki stöðvunarbeiðni lögreglu,“ sagði Orlando Mudumane talsmaður lögreglu á fundi með fréttamönnum.

Nokkrum metrum síðar missti ökumaðurinn stjórn á bílnum, lenti á hindrun og olli slysinu, en mikill fjöldi ungmenna var að skemmta sér þar skammt frá.

Ökumaðurinn og farþegi í bílnum voru meðal hinna látnu. 30 til viðbótar eru slasaðir eftir atvikið og eru fimm þeirra lífshættulega slasaðir að sögn yfirmanns sjúkrahússins á staðnum.

Slysið gerðist við þjóðveg þar sem að hámarkshraði er 60 km/klst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: Slys
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert