„Nei, ekki grilla sykurpúða á eldfjallinu“

Einhver spurði Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna í fullri alvöru hvort að það væri í lagi að grilla sykurpúða ofan á eldfjallinu á Hawaii.

Og Jarðvísindastofnunin gaf sér í fullri alvöru tíma til að svara.

Fyrirspurnin var sett frá á Twitter. „Er það öruggt að grilla sykurpúða ofan á eldfjalli? Ef maður er með nógu langt prik, það er að segja. Eða yrðu sykurpúðarnir eitraðir?“

Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna var skjót til svars.

„Eeeh... við verðum að segja nei, það er ekki öruggt (Og gerðu það fyrir okkur, ekki reyna!),“ stóð í svari stofnunarinnar á Twitter. „Ef eiturgufur koma upp úr gossprungunum þá myndu sykurpúðarnir bragðast ILLA.“

Eiturgufur koma einnig upp úr gossprungunum þaðan sem bráðin kvika flæðir. Óþefurinn getur einnig verið mikill af þessum gastegundum.

Eldfjallið Kilauea á Hawaii hóf að gjósa þann 3. maí á stærstu eyju eyjaklasans. Að minnsta kosti 71 hús hefur orðið hraunstraumnum af bráð og um 2.000 manns hafa orðið að flýja heimili sín. 

Það borgar sig ekki að grilla sykurpúða yfir eldfjallinu á …
Það borgar sig ekki að grilla sykurpúða yfir eldfjallinu á Hawaii. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert