Stálin stinn í Kanada

Lítið miðar í að sætta leiðtoga helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á leiðtogafundi G7 ríkjanna sem nú fer fram í Kanada. Deilt er um innflutningstolla Bandaríkjamanna á stál og ál. 

Mikil reiði er meðal leiðtoga ríkjanna vegna innflutningstollanna sem leggjast á vörur frá Evrópu og Kanada og eins eru leiðtogarnir ósáttir við einhliða ákvörðun Trump um að slíka samkomulaginu við Íran. 

Fundinum lýkur síðar í dag og er óvíst um hvort fundarmenn muni senda frá frá sér sameiginlega yfirlýsingu í fundarlok. Trump yfirgefur fundinn fyrr í dag þar sem hann er á leið til Singapúr þar sem hann muni eiga fund með leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un á þriðjudag.

Donald Trump var vongóður um að leiðtogunum takist að leysa ósamkomulagið vegna viðskiptasamninga sem hann segir ósanngjarna við evrópsku ríkin og Kanada þegar hann skrifaði færslu á Twitter seint í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Wilhelm Emilsson: G7
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert