Sonur leiðtoga Ríkis íslams drepinn

Sýrlenskur uppreisnarmaður á skriðdreka nærri átaksvæði uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Mikil …
Sýrlenskur uppreisnarmaður á skriðdreka nærri átaksvæði uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Mikil átök hafa verið í Sýrlandi síðan 2011. AFP

Hudhayfah al-Badri, sonur leiðtoga Ríkis íslams, Abu Bakr al-Baghdadi, var drepinn í árás vígasveita Ríkis íslams í fylkinu Homs í Sýrlandi. Frá þessu greindi áróðursmiðill Ríkis íslams, Amaq, í dag.

Segir í tilkynningu frá Ríki íslams að Al-Badri hafi látist í árásinni sem gerð var á Nussayriyyah og Rússa við jarðhitastöðina í Homs. Nussayriyyah er slangur sem Ríki íslams notar yfir Alawite-sértrúarsöfnuðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert